149. löggjafarþing — 109. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[16:01]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Mig langar að taka undir þau sjónarmið sem hafa komið fram í ræðustól hjá hv. þingmönnum. Við óskuðum eftir því í gær að iðnaðar-, nýsköpunar- og ferðamálaráðherra myndi eiga við okkur orðastað ef ekki væri fært að ná í hæstv. utanríkisráðherra. Einnig kom ég á framfæri beiðni um að hæstv. forsætisráðherra kæmi og ætti við okkur orðastað, þótt ekki væri nema í stutta stund, og jafnvel íhuga að höggva á þann hnút sem hér er uppi. Þessu máli þarf ekki að hraða í gegnum þingið en hins vegar bíða fjölmörg mál sem liggur á að ljúka fyrir þinglok. Mér þætti vænt um að heyra að hæstv. forseti tekur vel í þessa beiðni með utanríkisráðherra, en gæti hann hlutast til um þetta líka?