149. löggjafarþing — 109. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[16:07]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég vildi bara halda því til haga, í ljósi orða hæstv. forseta rétt áðan, um að þessar óskir væru seint fram komnar og því væri ekki ástæða til að verða við þeim, að það hefur verið margbeðið um nærveru hæstv. utanríkisráðherra í gegnum alla síðari umr. Ég taldi mikilvægt að því væri haldið til haga að þessi beiðni er ekki að koma fram í fyrsta skipti. Það er búið að biðja óteljandi sinnum um nærveru hæstv. ráðherra við umræðuna. Þetta eru ítrekanir sem eru að koma fram núna. Þetta er ekki fyrsta beiðni um að hæstv. ráðherra sé kallaður á svæðið. Ég vil líta svo á að þetta sé fullkomlega eðlileg og sanngjörn beiðni og skuli skoðast sem hún hafi komið fram við upphaf umræðunnar, upphaf síðari umr., sem er raunin. Þetta hefur verið margítrekað og ég vil skilja eftir þau tilmæli að hæstv. forseti hlutist til um að við verðum hið minnsta upplýst um það hvenær ráðherrann er væntanlegur til landsins og aftur til starfa.