149. löggjafarþing — 109. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[17:10]
Horfa

Frsm. minni hluta utanrmn. (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að hafa lagt fram þessa tímabæru fyrirspurn. Við skulum hafa í huga að sú framleiðsla sem fram fer hér á landi er að öllu jöfnu margfalt umhverfisvænni en ef sams konar framleiðsla færi fram í öðrum löndum. Engu að síður hafa Vinstri grænir goldið mjög varhuga við aukinni orkuöflun á Íslandi. En það er ekki bara það, það er ekki bara þetta með umhverfishliðina, heldur einnig það sem hv. þingmaður kom inn á í ræðu sinni varðandi markaðsvæðingu orkunnar.

Með öðrum orðum, frú forseti, það er eins og að með stuðningi sínum við þetta mál sé Vinstrihreyfingin – grænt framboð að ná fullu húsi í því að vera í andstöðu við rætur eigin flokks og grundvallarstefnu, hvort sem litið er til vinstri hliðarinnar eða grænu hliðarinnar.