149. löggjafarþing — 109. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[17:11]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Það er náttúrlega ekki að ófyrirsynju sem hv. þingmaður gerir þetta að umræðuefni. Þess er skemmst að minnast að í nýlegri blaðagrein eftir Ögmund Jónasson er ekki annað að skilja en að hann þekki flokkinn ekki eins og hann þekkti hann áður og hann gengur reyndar, hafandi verið þingmaður þess flokks um áratugaskeið og ráðherra, svo langt að í raun og sanni hæðast að flokknum. Hann leggur til nafnbreytingu, þannig að hreyfingin framboð, sem yrði þá skammstafað hf. Og af því má sjá hvílíkum vonbrigðum flokkurinn hefur greinilega valdið Ögmundi og líkast til mörgum fleiri góðum og gegnum til að mynda umhverfissinnum og fólki sem hefur til að bera ákveðna þjóðerniskennd sem myndi að öðru jöfnu leiða (Forseti hringir.) til þess að fólk væri ekki sérlega snokið fyrir því að (Forseti hringir.) gefa eftir fullveldi þjóðarinnar yfir orkuauðlindum til erlendra (Forseti hringir.) stofnana.