149. löggjafarþing — 109. fundur,  24. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[07:49]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Álitsgerð þessara virtu fræðimanna og bréfið sem hefur verið rætt í síðustu ræðum eru ekki einu tilfellin þar sem þessir virtu fræðimenn hafa lýst áliti sínu. Í viðtali á RÚV frá 30. ágúst 2018 er Stefán Már Stefánsson spurður að því hvort valdframsal felist í orkupakka þrjú. Hann svarar því, með leyfi forseta:

„Já, ég býst við því að maður verði að svara þeirri spurningu játandi.“

Það er meginstefið í gegnum álitið sem Stefán Már Stefánsson hefur komist að eftir að hafa greinilega velt málinu nokkuð lengi fyrir sér.