149. löggjafarþing — 110. fundur,  24. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[19:07]
Horfa

utanríkisráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég veit ekki alveg hvernig þetta hefur eitthvað með málið að gera. Ég ætla ekkert að svara þeim aðila sem hv. þingmaður vísaði til. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sem betur fer verið í fararbroddi þegar við höfum tekið erfiðar ákvarðanir í utanríkismálum. Og ef einhver heldur það, virðulegur forseti, að þegar við gengum í Atlantshafsbandalagið hafi verið klappað fyrir öllum forystumönnum Sjálfstæðisflokksins, þá er það misskilningur. Þeir voru kallaðir landráðamenn. Ef einhver heldur að það hafi verið gríðarlega vinsælt þegar við fórum í EFTA þá er það algjör misskilningur. Skoðanakönnun sýndi á sínum tíma að það var ekki meirihlutavilji fyrir að ganga í EES, en sem betur fer á öllum þessum tímapunktum höfðum við forystumenn sem tóku rétta ákvörðun fyrir þjóðina. Við þökkum þeim öllum núna. Það er það sem hefur einkennt forystumenn Sjálfstæðisflokksins, að menn gjöra rétt, en þola ei órétt.