149. löggjafarþing — 112. fundur,  28. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[11:44]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir andsvarið. Spurningin um hvaða áhrif þetta hefði á iðnað — hann nefndi kjördæmið sem ég kem úr ,sem töluverður iðnaður er í, en þetta á náttúrlega alls staðar við. Til að fyrirtæki geti gengið þarf kostnaður að vera innan þeirra marka að fyrirtækið geti gengið og ef rafmagn hækkar í verði og býðst annars staðar ódýrara hljóta menn að hugsa sinn gang um hvort þeir færi starfsemina annað. Ég hef t.d. áhyggjur af því. Við erum að byggja upp úti á landi og þá þarf það að vera þannig að það sé bærilegt svo að kostnaður og rekstur geti gengið.

Lýðræðislegur vilji þjóðarinnar er sá, að mínu mati, að við stöndum sjálfstæð í þessu máli eins og við höfum gert í öðrum málum. (Forseti hringir.) Við stóðum saman í landhelgisdeilunni hér áður og þá var ég stoltur að fylgjast með, utanaðkomandi, (Forseti hringir.) og við getum gert það í þessu máli líka því að þetta er hálfgert landhelgismál.