149. löggjafarþing — 112. fundur,  28. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[15:54]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að því miður sé ansi margt brogað í því sem lagt hefur verið fram varðandi þriðja orkupakkann hingað til. Það er athyglisvert sem hv. þingmaður kom inn á í andsvari sínu rétt áðan og ég hafði svo sem ekki gert neina rannsókn á.

En þar sem kallað hefur verið eftir því að núverandi stjórnvöld stilli upp þeim sviðsmyndum, sem eru líkleg áhrif á mismunandi tíma af innleiðingu þriðja orkupakkans, er auðvitað athyglisvert að hér sé dregið fram að strax þar, á þeim tíma þegar unnið var að innleiðingu fyrsta orkupakkans — ég skildi tímasetningu bréfsins þannig að þetta væri á þeim tíma — þá hefðu menn á sama stað litla hugmynd eða tilfinningu fyrir því hver niðurstaðan yrði.

Ég geri ráð fyrir að sviðsmyndagreiningin hafi verið jafn (Forseti hringir.) jafn hófleg þá og stefnir í að hún verði nú.