149. löggjafarþing — 112. fundur,  29. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[10:17]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Í ljósi þess sem hér er sagt vil ég tilkynna forseta að sá sem hér stendur mun ekki mæta til fundar í kvöld klukkan hálfátta haldi fundur lengi hér áfram, heldur mun hann einbeita sér að því að undirbúa sig undir fundahöld föstudagsins sem hann væntir að muni standa drykklanga stund.

Ég tel óhæfu að þingmönnum gefist ekki eðlilegur fyrirvari til að undirbúa sig undir fund um eldhúsdag, jafnvel þeir sem þar eiga að flytja mál. Ég vildi að forseti vissi að ég mun ekki mæta til fundar í kvöld ef þessi fundur heldur lengi áfram þannig að ekki gefist nægur tími til undirbúnings fyrir kvöldfundinn, heldur mun sá sem hér stendur einbeita sér að því að (Forseti hringir.) undirbúa sig undir fund föstudagsins.