149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

tilkynning.

[10:55]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég tek undir það sem hæstv. forseti sagði áðan að í fyrri umr. um þingsályktunartillögu er ræðutími takmarkaður. Það er ekki svo að menn geti komið aftur og aftur í fimm mínútna ræður og spurt svo sjálfa sig út úr eins og gerst hefur í öðrum málum. Auðvitað á að vera hægt að klára þessa umræðu á nokkrum klukkutímum. Það er ekkert því til fyrirstöðu að hægt sé að klára þetta á nokkrum klukkutímum. Um er að ræða tillögu til breytingu á fjármálastefnu sem var samþykkt í fyrravor. Og hvað ætli fyrri umr. um fjármálastefnuna hafi tekið langan tíma vorið 2018? Haldið þið að hún hafi tekið marga daga?

Hæstv. forseti. Fyrri umr. um fjármálastefnu, sem við erum nú að tala um að gera ákveðnar breytingar á, tók þrjá klukkutíma í þinginu. Það væri því hægt að byrja umræðuna nú í hádeginu og ljúka henni síðdegis ef við ætluðum að gefa okkur sama tíma til að tala um breytingarnar (Forseti hringir.) á fjármálastefnunni og við gerðum til að tala um fjármálastefnuna eins og hún var lögð fram í upphafi.