149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

dagskrártillaga.

[11:35]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Sú tillaga dagskrár sem hér liggur fyrir fundinum er algerlega á ábyrgð forseta Alþingis og enginn annar hefur haft neitt um það að segja. Forseti Alþingis raðar málum miðað við tilteknar reglur. Stjórnartillaga sem er dagskrármál og þarf lögum samkvæmt að öðlast afgreiðslu á þessu vori er sett fremst á dagskrá 1. umr. mála. Þetta útskýrði forseti í byrjun fundar. Hann hefur sömuleiðis útskýrt mjög rækilega hvað felst í dagskrártillögunni, að víxla dagskrármálum 15 og 16, og var að vonast til að ekki þyrfti langar umræður um það. Hafa ekki allir hv. þingmenn áttað sig nákvæmlega á því hvað hér á að bera upp, þ.e. að víxla dagskrármálum 15 og 16, að öðru leyti lægi óbreytt dagskrá fyrir þessum fundi? Þurfum við langar umræður um það í viðbót?