149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda.

19. mál
[12:44]
Horfa

félags- og barnamálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F):

Virðulegur forseti. Ég þakka nefndinni fyrir þetta mál og þeim sem fluttu það. Ég held að þetta sé gott mál. Bara til að leiðrétta þann misskilning sem verið hefur hjá einstaka þingmönnum þegar lýtur að þessu máli stendur ekki til að kljúfa Fjölmenningarsetur upp, sem í dag starfa hjá þrír starfsmenn, það er engin ástæða til að kljúfa það niður í fleiri einingar.

Hins vegar er í gangi vinna við að efla fjölmenningarsetrið, þ.e. að taka að sér verkefni núna sem lúta samræmdri móttöku. Þetta verkefni hérna snýr að því að auka þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Það getur verið innan Fjölmenningarseturs eða í samstarfi við setrið, í samstarfi við Vinnumálastofnun og fleiri stofnanir sem tengjast þessum málaflokki beint og óbeint. Þannig að ég furða mig á þeim misskilningi sem hér er í gangi. Ég held að þetta sé bara gott mál. Ég fagna því að það sé fram komið og sé að verða að veruleika. Ég hvet þá þingmenn til að gaumgæfa atkvæði sitt sem hafa misskilið málið á einhverjum forsendum. Það væri prýðilegt ef við gætum séð töfluna algræna. Takk fyrir þetta mál. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)