149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

breyting á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu 2018--2022.

953. mál
[16:10]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni. Já, ég er sammála honum að auðvitað á það ekki vera hlutverk ríkisvaldsins að dýpka niðursveifluna. Það er nokkuð ljóst og að því leytinu til er ég sammála honum. En svo er líka annað mál sem ætti kannski að ræða í því samhengi. Það eru áform um þjóðarsjóðinn, hvort eigi ekki bara að leggja þau áform til hliðar og nota þær tekjur sem voru ætlaðar í þann sjóð til uppbyggingar innviða og fjárfestinga hins opinbera til að vega á móti þeim samdrætti sem er fyrirsjáanlegur. Ég held að mikilvægt sé að skoða það.

En þegar ég tala um að sé ekki gætt nægilegrar varfærni á ég fyrst og fremst við vinnu við gerð núgildandi stefnu, að menn voru of bjartsýnir. Ég held að það blasi nokkuð við.