149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

breyting á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu 2018--2022.

953. mál
[17:50]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla að gera tilraun til þess að kalla eftir því hvernig hv. þm. Þorsteinn Víglundsson vill að haldið sé á ríkisfjármálum á komandi árum. Hann gagnrýnir útgjaldaaukningu og ég er að hluta til sammála hv. þingmanni. Sú gagnrýni mín er sú sama og ég setti fram í þessum ræðustól og í rauninni í greinum þegar ég studdi ríkisstjórn sem hv. þm. Þorsteinn Víglundsson sat í og var ráðherra. Þá gagnrýndi ég m.a. það að ríkisstjórn hans ætlaði að hækka ríkisútgjöldin um 220 milljarða í fjármálaáætlun sem þá lá fyrir, 220 milljarða. Þá spyr ég: Ef það er rétt hjá hv. þingmanni að við séum komin á ystu brún þegar að útgjöldum kemur, hvar ætlar hann þá að skera niður, vegna þess að það hlýtur þá að vera? Eða hvar ætlar hann að afla teknanna og hvernig?