149. löggjafarþing — 117. fundur,  5. júní 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[16:58]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Ókei. Þarna komumst við eitthvað nær. Ég þakka þingmanninum fyrir þetta svar. Það sem mér hefur verið sagt þegar ég hef verið að rannsaka þetta mál er að ef það kemur sæstrengur er verið að tengja saman tvö ríki. Alltaf þegar tvö ríki eru tengd saman með einhvers konar innviðum vilja bæði ríkin geta komið að málum. Ef einhver deilumál eru um flutninga, í þessu tilfelli flutning rafmagns, eða fólksflutninga — Frakkland og Bretland tengjast með göngum, Svíþjóð og Danmörk tengjast með brú — þá vilja báðir aðilar geta komið að málum og verið með eitthvert sameiginlegt, t.d. einhvers konar gerðardóm, eða ef uppi eru álitamál.

Ég hef heyrt að það að eina sem ESA geti tekið bindandi ákvarðanir um varði flutning yfir sæstrenginn. Telur þingmaðurinn ekki svo vera? Ef ekki þarf ég að skoða það nánar.