149. löggjafarþing — 117. fundur,  5. júní 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[17:26]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir þetta andsvar. Ég er ekki vel að mér í því máli sem þingmaðurinn minntist á en ég segi bara: Ef menn hafa gert mistök þá er alls ekki réttlætanlegt að gera önnur mistök í dag (JÞÓ: Sammála.) Ég myndi segja að ég er mikill efasemdarmaður í þessu máli og að þær efasemdir sem hafa verið bornar á borð eru mér alveg nægjanlegar til að hægja á eða bara stoppa málið og endurskoða upp á nýtt. Það er svo einfalt í mínum huga. Þetta er ekki þannig mál að það breyti neinu þó að við skoðum það aðeins betur. Þetta er ekki akút mál, alls ekki. Það er bara þannig í mínum huga og okkar allra sem höldum þessu til streitu.