149. löggjafarþing — 117. fundur,  5. júní 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[19:01]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir. Það er ótrúlega auðvelt fyrir einhvern sem er ekki sammála því að það eigi að fara fram einhver umfjöllun um málið að halda því fram að við séum full endurtekninga. Ég fyrir mína parta hefði ekki náð skilningi á öllum þeim þráðum sem liggja ef við hefðum ekki rætt málið. Það er kannski það sem ég saknaði hvað mest í persónuverndarmálinu á síðasta þingi, þ.e. að fá ekki tækifæri til að fara á dýptina eins og ég tel okkur gera hér. Ég er alveg sannfærð um að við höfum vakið fólk til umhugsunar um hvað felst í þessu máli okkar með því að viðhalda málefnalegri umræðu á þingi. Ég segi það fullum fetum að það er það sem hefur átt sér stað hér.