149. löggjafarþing — 118. fundur,  6. júní 2019.

dagskrá fundarins.

[10:12]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég verð að taka undir með hv. þm. Kolbeini Óttarssyni Proppé, ég skil heldur ekkert hvað er á seyði. Ég skil ekkert í þessari dagskrá sem forseti hefur lagt fram vegna þess að það var fundað í gær og eitthvað allt annað var á döfinni en það sem við horfum á í dag. Mér finnst ekkert skrýtið þó að hann skilji ekkert hvað er á seyði. Við hin erum einmitt að velta fyrir okkur hvað sé eiginlega í gangi hérna. Hvers vegna lítur dagskráin allt öðruvísi út en hún leit út í gær? Í gær var talað um að hv. þingmenn Miðflokksins fengju að ræða út um orkupakkann og að það yrði bara talað eins lengi og þeir þyrftu og svo skyndilega var fundi frestað. Það er það sem er í gangi núna, það er búið að taka upp dagskrána algjörlega án þess að ræða við þá sem eiga að vera hér að störfum. Þetta verður afskaplega óskilvirkur dagur, (Forseti hringir.) það er alveg fyrirséð, í boði þeirra sem hafa dagskrárvald.