149. löggjafarþing — 119. fundur,  7. júní 2019.

íslenska sem opinbert mál á Íslandi.

443. mál
[15:15]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að þingheimur sé svona jákvæður gagnvart þessari þingsályktunartillögu um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi. Þetta er framfaramál, við þurfum að styrkja stoðirnar og það skiptir mestu máli að við notum íslenskuna og þetta sé opin og hlý nálgun á tungumálið okkar. Þetta er aðgerðaáætlun í 22 liðum og ég er sannfærð um að með henni munum við ná þessum markmiðum okkar, í fyrsta lagi að íslenskan verði notuð á öllum sviðum, íslenskan verði efld á öllum skólastigum og að framtíð íslenskrar tungu í stafrænum heimi verði tryggð.

Að lokum vil ég þakka allsherjar- og menntamálanefnd kærlega fyrir alveg ótrúlega mikla vinnu, sérstaklega formanni hennar, og öllum þeim gestum sem komu og gerðu góðar og gagnlegar athugasemdir við þessa þingsályktunartillögu.