149. löggjafarþing — 129. fundur,  20. júní 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[17:48]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er ekkert annað í stöðunni en að fara bara aftur og aftur með vísuna, hvor um sig. Við erum að tala um 4,2 milljarða aukningu til umhverfismála. Það er eitthvað.

Ég ætla að tala um félags-, húsnæðis- og tryggingamál. Tökum lífskjarasamninginn inn í áætlunina. Við erum að tala um aukningu í barnabótum, fæðingarorlofi og almenna íbúðakerfinu. Við erum að tala um aukningu núna á milli umræðna í húsnæðisbætur sem meiri hlutinn leggur til í breytingartillögunum.

Tökum lið 17 af því að hv. þingmaður talaði um að á toppi hagsveiflunnar hefðum við átt að reyna að hamla útgjaldavexti. Ég er sammála hv. þingmanni með það — (Gripið fram í.)jú, það er fínt af því að þá erum við með 29% aukningu. Ég er bara stoltur af því að tala um þá aukningu en ég get talað um frá 2018 líka. Það er 22% aukning þannig að við erum að tala um útgjaldavöxt.