149. löggjafarþing — 130. fundur,  28. ág. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[12:31]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla að freista þess að spyrja hv. þingmann, um leið og ég þakka honum fyrir ræðuna, hvert hann telji að meginmarkmið hinnar sameiginlegu orkustefnu Evrópu sé og hvernig það snýr að okkur og hvort hann telji það ekki algjörlega augljóst mál að markmiðið er nákvæmlega það sem það segir, sameiginlegur innri orkumarkaður. Þar sem við erum komin í orkupakka þrjú og hv. þingmaður eða flokkur hans hefur ekki verið hlynntur orkupakka eitt og tvö liggur beinast við að spyrja: Telur hv. þingmaður að afstaða Vinstri grænna væri sú sama og hún er nú ef þau væru í stjórnarandstöðu í dag?