149. löggjafarþing — 132. fundur,  2. sept. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[11:04]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M):

Herra forseti. Við göngum nú til atkvæða um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann svokallaða. Fyrir 25 árum gengum við til samninga við nágranna okkar í Evrópu um samstarf. Í þeim samningi er leið til að leysa úr ágreiningi eins og hér hefur verið uppi, þ.e. þegar einstaka þjóðir eru ekki sáttar eða hafa einhverjar athugasemdir við þær reglur sem Evrópusambandið ætlar að innleiða á svæðinu. Sú leið er fær. Sú leið er opin. Sú leið er samningsbundin. Förum þá leið sem samningurinn sjálfur kveður á um.