149. löggjafarþing — 132. fundur,  2. sept. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[11:06]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M):

Herra forseti. Þjóðin ætlast til þess að Alþingi standi vörð um sjálfstæði hennar og fullveldi í okkar fagra landi. Fullveldi yfir auðlindum til lands og sjávar er forsenda þessa. Hér liggur fyrir tillaga sem að dómi lögfræðilegra ráðunauta ríkisstjórnarinnar, Friðriks Árna Friðrikssonar Hirsts og Stefáns Más Stefánssonar, felur erlendri stofnun ákvörðunarvald sem þeir rökstyðja að taki til skipulags, nýtingar og ráðstöfunar mikilvægra íslenskra orkuauðlinda. Sýnt er að gagnvart stjórnarskrá er teflt á tæpasta vað svo að ekki sé sterkar kveðið að orði. Alþingi á annan og betri kost sem okkur ber að taka.