149. löggjafarþing — 132. fundur,  2. sept. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[11:15]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S):

Virðulegi forseti. Það hefur alltaf legið fyrir að ég mun aldrei styðja neitt það skref sem getur haft minnstu áhrif á sjálfsákvörðunarrétt okkar Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar. Baráttan fyrir fullveldi og eigin ákvörðunarrétti var löng og ströng og það er mér ofarlega í huga.

Með leyfi forseta:

Ó, Ísland, fagra ættarbyggð,

um eilífð sé þín gæfa tryggð,

öll grimmd frá þinni ströndu styggð

og stöðugt allt þitt ráð.

Hver dagur liti dáð á ný,

hver draumur rætist verkum í

svo verði Íslands ástkær byggð

ei öðrum þjóðum háð.

Svo aldrei framar Íslands byggð

sé öðrum þjóðum háð.

Hér ætti að draga strik í sandinn í þessu máli. Áhættan er ekki þess virði. Ég mun aldrei taka áhættu fyrir Ísland. Ég segi nei þriðja orkupakkanum og tengdum málum. [Lófaklapp á þingpöllum.]