149. löggjafarþing — 132. fundur,  2. sept. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[11:17]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Herra forseti. Íslendingar eiga ekkert sameiginlegt með orkumálum Evrópusambandsins. Við búum við eitt lægsta orkuverð í Evrópu og þannig á það að vera í okkar harðbýla landi. Hver hefði trúað því að markaðsvæðing orkunnar okkar yrði innleidd af Vinstri grænum? Hver hefði trúað því að Sjálfstæðisflokkurinn væri orðinn ESB-flokkur? Orkupakkar ESB eru ávísun á hærra raforkuverð til heimila og fyrirtækja. Mikill meiri hluti stuðningsmanna allra flokka er á móti þessu máli. Þjóðin er á móti. Þjóðin mótmælir. Sagan mun sýna það að Miðflokkurinn hafði rétt fyrir sér.

Ég segi nei.