150. löggjafarþing — 3. fundur,  12. sept. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:54]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir andsvarið. Þá færi ég mig niður úr 18.000 niður í 17.000 til að við hæstv. ráðherra séum alveg samstiga með tölur um þá öryrkja sem eru með undir 300.000. Þeir eru með langt undir 300.000 útborgað, það er staðreynd. Flokkur fólksins hefur hins vegar boðað að það er ekkert vandamál, ekki neitt, það er enginn vandi að koma lægstu framfærslu í 300.000 kr., skatta- og skerðingarlaust. Það eina sem þarf er viljinn.