150. löggjafarþing — 13. fundur,  8. okt. 2019.

heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017.

183. mál
[20:23]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vildi bara örstutt biðjast afsökunar á því að hafa notað orðið sýndarmennska í þessu sambandi. Ég reyndi að koma því á framfæri í ræðu minni að ég meinti það ekki á þann hátt. Ég var að reyna að setja upp þá sviðsmynd, varðandi lög um opinber fjármál og heimildir ráðherra til að greiða bætur sem koma frá dómstólum, að það væri þegar fyrir hendi, og ef það væri satt væri þetta að vissu leyti endurgerð á einhverju sem þegar er til staðar. Á þann hátt kannski notaði ég orðið sýndarmennska en það er ekki alveg nákvæmt. Í þannig aðstæðum fannst mér það einhvern veginn vera viðeigandi. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því, og reyndi að koma því á framfæri, að ég teldi það alls ekki vera markmið eða meiningu hæstv. forsætisráðherra. Ég vil bara leiðrétta það og biðjast velvirðingar á því ef það hefur skilist á þann hátt. Ég býst ekki við svari, biðst bara afsökunar.