150. löggjafarþing — 16. fundur,  10. okt. 2019.

stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023.

148. mál
[11:34]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þessi þingsályktunartillaga er auðvitað sett fram sem nokkuð almenn stefnumörkun ríkis í málefnum sveitarfélaganna. Með mörgum af þeim aðgerðum sem þarna eru er boltanum svolítið kastað til sveitarfélaganna og við erum í aðgerð tvö að koma með mjög breyttum og miklum stuðningi jöfnunarsjóðs mjög til móts við það sem sveitarfélögin hafa kallað eftir svo þau viti hvert þau geti stefnt. Innan þess ramma hafa þau hins vegar sjálfsákvörðunarrétt um að leita ýmissa leiða og ég hef bent á að heimild er í sveitarstjórnarlögum fyrir ráðherra að veita slíkar undanþágur. Tilraunin á Vesturlandi um sameiningu þar sem þeir eru að þróa heimastjórn er mjög áhugaverð. Ég hvet önnur sveitarfélög til að skoða það jafnframt. Það getur vel verið öðrum henti aðeins öðruvísi útfærsla eða ný hugmynd og við erum bara opin fyrir því. Það er það sem beinlínis er sagt.

Varðandi frekari verkefnaflutning þurfum við að taka það frekar síðar svo að forseti fari ekki að berja í bjölluna.