150. löggjafarþing — 22. fundur,  21. okt. 2019.

eigendastefnur Landsvirkjunar og Isavia.

178. mál
[16:52]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Hér ræðum við um eigendastefnu sem mér skilst að verði sett fram bæði fyrir Isavia og Landsvirkjun sem viðbót við almenna eigendastefnu með viðmiðum og markmiðum. Ég velti fyrir mér hvort ekki sé mjög mikilvægt að samþætta eigendastefnu Isavia við samgönguáætlun, flugstefnu, stefnu í ferðamálum og loftslagsmálum og skilgreina vel þau markmið sem Isavia væri ætlað að ná til þess að styðja við framgang stefnu ríkisins í viðkomandi málaflokkum. Þá koma upp markmið eins og um dreifingu ferðamanna, öryggi í samgöngum með nauðsynlegri varaflugvallarþjónustu í millilandafluginu og eins hlutverk Keflavíkurflugvallar sem varaflugvallar fyrir innanlandsflugið með uppbyggingu aðstöðu þar sem (Forseti hringir.) væri þjónusta fyrir innanlandsfarþega þegar sú staða kæmi upp.