150. löggjafarþing — 22. fundur,  21. okt. 2019.

eigendastefnur Landsvirkjunar og Isavia.

178. mál
[16:54]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf):

Forseti. Það var mjög áhugaverður fundur haldinn um flugmál á Akureyri í síðustu viku. Þar var meðal ræðumanna forstjóri Isavia, Sveinbjörn Indriðason. Þar vöktu ummæli hans um Akureyrarflugvöll og hlutverk Isavia nokkra athygli. Hann sagði í hnotskurn að þótt minni alþjóðaflugvellirnir yrðu settir undir sama hatt og Keflavíkurflugvöllur myndi það ekki verða til þess að Isavia setti peninga í uppbyggingu á þeim þar sem fjárfestingin myndi ekki skila arði inn í fyrirtækið. Fjárfestingin yrði því alltaf fókuseruð á Keflavík þar sem væri von á arðsemi. Hann tók þó fram, og rétt að geta þess, að þetta væri svo nema skýr krafa kæmi frá stjórnvöldum um að setja skyldi ákveðna fjármuni til minni flugvalla eða framkvæma ákveðnar aðgerðir þar. Hann vildi samt sem áður meina að það ætti ekki heima í rekstri hlutafélags.

Mig langar að nýta þetta góða tækifæri, og þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir það, og spyrja: Er hæstv. fjármálaráðherra sammála þessari skoðun forstjóra Isavia?