150. löggjafarþing — 23. fundur,  22. okt. 2019.

þjóðarsjóður.

243. mál
[16:07]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg) (andsvar):

Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir svörin. Þá langaði mig að koma að öðru í seinna andsvari. Það er varðandi tvennt, annars vegar samhljóminn við aðra hamfarasjóði. Í desember 2018 þegar hæstv. ráðherra lagði frumvarpið fyrst fram kom fram í minni ræðu að mér fyndist frumvarpið um þjóðarsjóð og hlutverk þjóðarsjóðsins, eins og það var sett fram þá, kannski of áfallamiðað og hamfaramiðað og kannski þá aðeins búið að reika frá upphaflegri hugmynd um þjóðarsjóðinn sem var meira um nýsköpunarfjárfestingar. Mig langaði aðeins til að spyrja hæstv. ráðherra um samhljóminn við aðra sjóði.

Hins vegar varðar það tekjuhlutann inn í sjóðinn en eins og fram kemur í 5. gr. eru komnar viðbætur um framlög í sjóðinn sem varpað er svolítið til Alþingis, að Alþingi geti ákvarðað einhver framlög eða að ávaxta (Forseti hringir.) eigi aðra fjármuni en fram kemur í frumvarpinu. Getur hæstv. ráðherra aðeins útskýrt þetta ákvæði nánar? Hvaða hugmyndir sér hann fyrir sér í þessum efnum?