150. löggjafarþing — 25. fundur,  24. okt. 2019.

CBD í almennri sölu.

285. mál
[16:33]
Horfa

Flm. (Halldóra Mogensen) (P) (andsvar):

Forseti. Svarið er aftur nei. CBD er hvorki ávanabindandi né fíkniefni. Hv. þingmaður sem truflaði mig var bara að láta mig vita að ég hefði mismælt mig áðan. Það er ágætt og ég þakka honum fyrir það. Ég sagði að ég hefði lagt fram þingmál um afglæpavæðingu fíkniefna en ég lagði fram þingmál um afglæpavæðingu vörslu neysluskammta vímuefna. Það er náttúrlega allt annað mál og eins gott að vera á tánum með orðanotkun í pontu Alþingis.