150. löggjafarþing — 27. fundur,  5. nóv. 2019.

Menntasjóður námsmanna.

329. mál
[15:09]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þessi svör. Við vitum að það eru einstaklingar þarna úti sem eru viðkvæmir, vegna stöðu sinnar í samfélaginu, þeir eru í þeirri aðstöðu að vera við fátæktarmörk, jafnvel undir þeim. Við vitum líka af einstaklingum sem eiga við fötlun að stríða. Þar af leiðandi getur staða þeirra verið mismunandi og líka þegar fólk er komið á efri ár. Ég spyr: Þurfum við ekki annaðhvort að taka ábyrgðir út eða ekki? Við ættum að fagna því ef einhver sem hefur kannski gert eitthvað af sér í fjármálum í fortíðinni er búinn að ná þeim þroska að vilja fara í nám. Þá eigum við að sjá til þess að hann geti það en ekki öfugt.