150. löggjafarþing — 27. fundur,  5. nóv. 2019.

ávana- og fíkniefni.

328. mál
[18:15]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir. Ég átta mig ekki á því, var þingmaðurinn að meina að stríðið væri tapað? Þegar ég talaði um að við værum í stríði átti ég við að við erum í stríði við fíknina. Við eigum í stríði við tvöfalt vandamál. Ég sagði það í ræðu minni áðan að ég væri sammála grunnhugmyndinni sem þingmaðurinn og hans flokkur hefur verið að flytja en að ég efaðist um það í dag að þetta væri skref sem myndi gagnast okkur. Þess vegna fór ég að tala um stóru myndina, um samráð á milli landa, „glóbalt“ samráð. Þannig að ég vona að þingmaðurinn misskilji mig ekki þannig að ég sé á móti því að við gerum okkar besta. En það þarf þá að sjá fyrir endann á því. Það mega ekki bara vera tilraunir sem mistakast. En ég verð að viðurkenna að ég er hálfringlaður eftir að hafa fengið þetta andsvar og ég frábið mér það að ég sé á móti því að við séum að fást við þessi mál. Það er bara alls ekki mín meining. Og stríðið er ekki tapað. Við þurfum bara að halda áfram að berjast og hefja næstu orrustu.