150. löggjafarþing — 29. fundur,  11. nóv. 2019.

fjáraukalög 2019.

364. mál
[18:26]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir framsöguna og ætla að koma inn á nokkur atriði, eftir því sem tíminn leyfir. Nú er varasjóði er ætlað að taka á óvæntum launa-, verðlags- og gengismálum. Þess vegna óska ég eftir því að ráðherra komi aðeins inn á það hvers vegna það telst nauðsynlegt að fjáraukalögin komi einnig að þeim málum.

Í frumvarpinu eru hvorki lagðar til breytingar á tekjuhlið fjárlaga, og því ekki afkomu ríkissjóðs, né breytingar á sjóðstreymi og nú liggur fyrir að gjaldahlið sé breytt. Þá hefur það óhjákvæmilega áhrif á afkomu ríkisins og afkoma breytir óhjákvæmilega sjóðstreyminu. Þá spyr maður sig: Hvers vegna leggur ríkisstjórnin ekki fram yfirlit yfir þær breytingar? Hvaða rök liggja fyrir því að breyta hvorki sjóðstreymi né afkomu ríkissjóðs í fjáraukanum?

Ég sé að tíminn er liðinn. Ég kem inn á annað atriði hér á eftir.