150. löggjafarþing — 30. fundur,  12. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[16:13]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Hann segist ekki sammála áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar sem kemur fram að hagstjórnarviðbrögð stjórnvalda hafi í senn verið rétt og hröð. Moody´s hefur hækkað lánshæfismat Íslands m.a. vegna aukins viðnámsþróttar efnahagslífsins sem eykur þol hagkerfisins gagnvart áföllum og segir að bætt umgjörð ríkisfjármála sé styrkur hagkerfisins í dag og rétt viðbrögð á þeim sviðum. Hvað veldur því? Sama segir Seðlabankinn í Peningamálum. Hvað veldur því að hv. þingmaður getur ekki verið sammála því?