150. löggjafarþing — 30. fundur,  12. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[16:28]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég heyrði hv. þm. Bryndísi Haraldsdóttur tala hérna, heyrði í henni gegnum skjáinn í þingflokksherbergi Samfylkingarinnar (BHar: Það þarf að hafa …) og mér varð mikið um. Getur verið að ég hafi heyrt rétt? Er hv. þingmaður að kveinka sér undan lýðræðislegri umræðu um fjárlagafrumvarpið, helsta stefnuplagg ríkisstjórnarinnar? Það eru sannarlega tíðindi, herra forseti. Ég hvet alla þingmenn, hvort sem þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu, til að nýta sér plássið sem þeir hafa til að ræða fjárlög ríkisstjórnarinnar, helsta stefnuplagg hennar.

Ekki þykir mér sú umræða leiðinleg.