150. löggjafarþing — 30. fundur,  12. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[17:44]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Birgi Þórarinssyni fyrir ræðuna. Ég er honum ekki sammála í öllum atriðum en þannig er það náttúrlega oft í þessum sal að við erum ekki sammála um allt. Sérstaklega er ég ekki sammála röksemdafærslu hv. þingmanns í sambandi við kolefnisgjaldið en ég ætla ekki að ræða það frekar heldur spyrja hv. þingmann út í eitt atriði sem snýr að aukinni tekjuöflun fyrir ríkissjóð sem hér er nefnd í töflu annars vegar og hins vegar í texta á bls. 6, þ.e. með sölu á Landsbankalóðinni sem hv. þingmaður telur að verði hægt að selja fyrir 2 milljarða. Ég næ því ekki hvernig er hægt að gera ráð fyrir því að þessi peningur komi bara út úr bókum Landsbankans. Erum við bær til þess? Er eitthvað búið að ræða það á þeim vettvangi?