150. löggjafarþing — 31. fundur,  13. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[19:21]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mig langar rosalega lítið til að tala um fjárlögin og þess vegna var ég gríðarlega ánægður þegar hv. þingmaður minntist á orkupakkamálið. Ég gladdist yfir því í alvörunni. Mér finnst gríðarlega gaman að ræða við hv. þingmann og get auðveldlega sagt að mér finnst hann vera langbesti þingmaður Miðflokksins. Þess vegna langaði mig aðeins að spyrja hann um tengslin þarna á milli. Hvers vegna gerir Miðflokkurinn ekki ráð fyrir sæstreng í breytingartillögum sínum við fjárlagafrumvarpið? Hvar er sæstrengurinn sem átti að koma um leið og við værum búin að samþykkja orkupakkann?

Svo er önnur spurning: Er orkuverð á Íslandi orðið það sama og í Evrópu?