150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:44]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Herra forseti. Til að rannsaka glæpi, sem eru ofarlega á baugi í þjóðfélaginu eins og löngum, þarf lögreglumenn. Til að tryggja öryggi borgaranna þarf lögreglumenn. Við þurfum fleiri lögreglumenn í landinu. Við þurfum lögreglumenn á göturnar. Við þurfum lögreglumenn við skrifborðin. Við þurfum lögreglumenn í bílana. Við þurfum lögreglumenn um allt land. Þessi litla hógværa tillaga okkar Samfylkingarmanna ræður bót á því ófremdarástandi sem nú er og ég vænti þess að hún verði samþykkt.