150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[15:44]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Hér greiðum við atkvæði um 800 millj. kr. aukaframlag til dvalar- og hjúkrunarheimila. Það er í sjálfu sér ágætishugmynd hjá ríkisstjórninni að ætla að fjölga hjúkrunarrýmum, hjúkrunarheimilum, en það er ótrúlega lítil fyrirhyggja sem felst í því að bæta við einingum sem geta ekki borið sig. Það sem er sérstaklega vont við aðstæðurnar eins og þær eru í dag er að það er svo ólíkt hvernig þessi heimili eru rekin. Í sumum tilfellum leggst hallinn beinlínis á sveitarfélög, sem eru í samkeppni við önnur sveitarfélög, sem þurfa þá að taka af annarri þjónustu sveitarfélagsins og setja yfir í hallarekstur sem ríkið ber ábyrgð á. Ég trúi ekki að hæstv. heilbrigðisráðherra muni ekki styðja þetta.