150. löggjafarþing — 36. fundur,  27. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[15:54]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við göngum hér til atkvæða um fjárlög ársins 2020. Þetta eru góð fjárlög. Þetta eru fjárlög þar sem við erum að efla heilbrigðiskerfið, efla fæðingarorlofskerfið okkar og við erum að koma á þriggja þrepa skattkerfi sem gerir það að verkum að skattbyrðin lækkar á þeim sem eru með lágmarkslaun þannig að ráðstöfunartekjur þeirra munu aukast. Þetta gerum við á sama tíma og það er samdráttur í ríkisfjármálunum. Hér er um skynsamlega efnahagsstjórn að ræða þar sem minnkandi tekjum er ekki mætt með niðurskurði heldur á einmitt að gefa í og efla og styðja við marga þá hópa sem sérstaklega þurfa á því að halda. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)