150. löggjafarþing — 40. fundur,  4. des. 2019.

sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki.

4. mál
[16:19]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég trúi því ekki eina sekúndu að við það að lækka þennan bankaskatt skili sér króna til almennings. Gróði bankanna er gígantískur sem sést t.d. í því að einn banki er að fara að byggja fyrir tugmilljarða á dýrustu lóð landsins. Ég segi fyrir mitt leyti að ef hann getur gert það getur hann líka borgað bankaskatt. Það að halda því fram eina mínútu að þessi lækkun bankaskatts muni skila sér til almennings er alveg út í hött.

Það mun aldrei gera það og þess vegna mun ég segja nei við þessu.