150. löggjafarþing — 42. fundur,  10. des. 2019.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.

449. mál
[15:31]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni. Eins og hv. þingmaður þekkir vel veitir kirkjan — þjóðkirkjan — margvíslega þjónustu og það eru fjölmörg og fjölbreytt verkefni á vegum kirkjunnar um allt land, sérþjónusta og sálgæsla, tónlistarstarf og allt sem viðkemur hátíðisdögum kirkjunnar eins og við þekkjum, menningin, tónlistarfólkið innan kirkjunnar er á heimsmælikvarða og svo mætti lengi telja. Hún sinnir ýmsum hópum, heyrnarlausum, flóttamönnum o.s.frv. Það er margvísleg þjónusta sem er verið að veita. Hún er veitt á grundvelli samkomulags. Þetta er kjarni málsins, hv. þingmaður. Að fara að telja upp að það eigi að fara að gera samkomulag við (Forseti hringir.) einhver önnur félög er bara útúrsnúningur og ekkert annað.