150. löggjafarþing — 43. fundur,  11. des. 2019.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.

449. mál
[18:25]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla ekki að taka mér nein kennslustörf eða leiðbeiningarstörf hér en ég held að það hljóti að blasa við nánast hverjum manni að kirkjuskipun er miklu veigameira mál en það sem hér er undir. Það er verið að breyta þeirri tilhögun að starfsmenn kirkjunnar, biskupar, prófastar, prestar og aðrir starfsmenn, verði ekki lengur opinberir starfsmenn heldur starfsmenn þjóðkirkjunnar. Þetta er ekki breyting á kirkjuskipun og auðvitað áttar hv. þingmaður sig á því þó að hann hafi (Gripið fram í.) gaman af svona leikfimi, geri ég ráð fyrir.

Var einhver önnur spurning? Ég held að ég sé búinn að svara spurningum hv. þingmanns.