150. löggjafarþing — 44. fundur,  12. des. 2019.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.

449. mál
[14:00]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Herra forseti. Ég áttaði mig á því að ég gleymdi að segja frá niðurstöðu dómsins. Dómstóllinn ákvað hreinlega að landareignin þar sem moskan hafði staðið fyrir 1992 skyldi færast yfir til sjóðs í höndum hindúa á svæðinu. Þetta var umdeilt og þetta er býsna áhugavert mál.

En varðandi verðmatið þá, eftir því sem ég kemst næst, hefur aldrei nein endanleg upptalning á öllum eignum farið fram. En besta nálgunin var í raun 1992, einmitt í skýrslu frá kirkjujarðanefnd. Í þeirri skýrslu var talað um að eignamatið væri í kringum 1 milljarður kr., rétt rúmlega það. Mér finnst líklegt að það sé mikið vanmat en ég hef engar forsendur. Þangað til við fáum betri tölur verð ég að segja rétt rúmur milljarður, plús náttúrlega verðlagsbætur og annað.