150. löggjafarþing — 44. fundur,  12. des. 2019.

fjáraukalög 2019.

364. mál
[17:36]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Guðmundi Inga Kristinssyni fyrir andsvarið. Hv. þingmaður nefnir 10.000 kr. viðbótargreiðslu sem er ætluð til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Þetta er viðbótargreiðsla, desemberuppbót, til jöfnunar á við aðra og hækkar þá desemberuppbót hjá þeim sem eiga rétt á henni. Það er hárrétt sem hv. þingmaður bendir á að við þurftum að pósitífa tillögu á móti í máli nr. 2 sem við höfum þegar samþykkt. Sú breytingartillaga sem kallast á við breytingartillöguna á fjárauka gerir að verkum að hægt er að greiða hana út þegar á þessu ári. Þetta er sannarlega leið, ef hún er sem sagt tekjulaus. (Forseti hringir.) Þá lendir hún ekki um leið í þeim tannhjólum skerðingar sem hv. þingmaður hefur svo oft farið yfir.