150. löggjafarþing — 44. fundur,  12. des. 2019.

fjáraukalög 2019.

364. mál
[17:54]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Birgi Þórarinssyni fyrir andsvarið. Ég þakka honum fyrst og fremst fyrir að draga þetta hérna fram. Þetta er mikilvægt. Ég held að þetta sé nokkuð sem við getum bætt, a.m.k. hvað varðar fjáraukann, fjáraukalagafrumvarp, þennan þátt í lögum um opinber fjármál, notkun varasjóða og millifærslur. Nefndin á að beita sér fyrir því og við þurfum að vera fyrr á ferðinni. Nefndin þarf að fá yfirlit yfir nýtingu varasjóðanna. Varasjóðina þarf að nota og þá þarf að nota fyrr, frá miðju ári, þannig að við fáum þegar yfirlit yfir þá og hvernig þeir eru notaðir, á hvaða lykla þeir fara o.s.frv. þannig að við séum með reglulega uppfært yfirlit um notkun þessara varasjóða. Ég er ekki í vafa um að það myndi hreinlega styrkja (Forseti hringir.) alla umgjörð í fjárlagaferlinu.