150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

319. mál
[10:55]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Halla Signý Kristjánsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, við í nefndinni urðum þess áskynja að nokkrar áhyggjur væru af þessum málaflokki hvað varðar slökkviliðin, brunavarnaeftirlitið og annað. Við tökum undir það hér. Mannvirkjastofnun hefur náttúrlega haft þessi verkefni með höndum og við nefnum í nefndarálitinu að það þurfi að byggja undir það og tryggja að haldið verði utan um þessa málaflokka með þeim hætti sem best verður á kosið. Ég treysti því bara.