150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

319. mál
[10:57]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Halla Signý Kristjánsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Já, við urðum þess áskynja og lásum náttúrlega þessa umsögn. En þetta voru svona almennar áhyggjur sem okkur fannst ekki endilega ástæða til að taka á í þessu því að þetta er svolítið vítt. Þetta eru kannski ekki alveg konkret áhyggjur sem stóðust skoðun. Það var alla vega okkar mat að við þyrftum ekki að taka á þessu að sinni. Síðan var náttúrlega fyrir efnahags- og viðskiptanefnd mál, eins og hér kemur fram, hvað varðar þennan sjóð og ég veit að þessar áhyggjur voru líka viðraðar þar. Ég þekki það ekki hvort tekið var á því en við töldum ekki ástæðu til að taka sérstaklega á þessu í okkar áliti.